Deildarmeistarar Akureyringar unnu í kvöld þriggja marka sigur á HK í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla, 26-23
Akureyringar voru nokkuð seinir í gang í kvöld og voru því HK-ingar með frumkvæðið í fyrri hálfleik eftir að hafa komist í 4-1 á upphafsmínútunum.
Björn Ingi Friðþjófsson fór mikinn í marki HK og Ólafur Bjarki Guðmundsson raðaði inn mörkunum. Hann var alls með sjö mörk í fyrri hálfleiknum.
En Sveinbjörn Pétursson átti líka góðan dag í marki Akureyrar og þegar hann fór í gang fóru Akureyringar hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn.
Akureyri skoraði síðustu tvö mörk hálfleiksins og jafnaði um leið metin, 13-13. Heimamenn skoruðu einnig fyrsta markið í síðari hálfleik og létu forystuna aldrei af hendi eftir þetta.
HK náði mest að minnka muninn í tvö mörk á síðasta stundarfjórðungnum og fögnuðu heimamenn því góðum sigri í leikslok.
Helsti munurinn á liðunum í kvöld að sóknarleikurinn dreifðist á fleiri menn hjá heimamönnum á meðan að Ólafur Bjarki var nánast sá eini í liði HK sem tók af skarið í sókninni. Þá munaði einnig miklu um varnarleik Akureyringa sem batnaði til muna í seinni hálfleik.
Næsti leikur liðanna verður á laugardaginn kl. 16.
Akureyri - HK 26 - 23 (13 - 13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (11/2), Oddur Gretarsson 6/1 (10/1), Daníel Örn Einarsson 4 (5), Guðmundur H. Helgason 4 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Bergvin Þór Gíslason 1 (1), Heimir Örn Árnason 2 (4), Jón Heiðar Sigurðarson (1)
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19/1 (42/4, 45%), Stefán Guðnason 2 (2/1, 100%)
Hraðaupphlaup: 3 (Bjarni 1, Heimir Örn 1, Oddur 1)
Fiskuð víti: 3 (Guðmundur H. 2, Bjarni 1)
Utan vallar: 8 mínútur
Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 10 (16), Sigurjón F. Björnsson 3 (3), Atli Ævar Ingólfsson 3 (5), Leó Snær Pétursson 2 (4), Daníel Berg Grétarsson 2/2 (5/3), Bjarki Már Elísson 2/1 (6/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Bjarki Már Gunnarsson (1), Atli Karl Bachmann (1), Hörður Másson (1)
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17 (42/3, 40%).
Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur Bjarki 3, Bjarki Már 1)
Fiskuð víti: 5 (Vilhelm Gauti 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1, Atli Ævar 1)
Utan vallar: 8 mínútur
Akureyringar komnir í 1-0 gegn HK
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti



Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn