Meistaradeildarævintýri Tottenham á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2011 17:54 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti