Fótbolti

Giggs: Seinna markið kom á hárréttum tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez þakkar Ryan Giggs fyrir stoðsendinguna í gær.
Javier Hernandez þakkar Ryan Giggs fyrir stoðsendinguna í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ryan Giggs átti stóran þátt í því að Manchester United sló Chelsea út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst í undanúrslitin. Giggs lagði upp öll þrjú mörk United í leikjum þremur, sigurmarkið fyrir Wayne Rooney í fyrri leiknum og svo mörkin þeirra Javier Hernandez og Ji-Sung Park í gærkvöldi.

„Chelsea veitt okkur harða mótspyrnu en maður er alltaf ánægður að komast í undanúrslitin. Við bjuggumst við því að þeir myndu sækja á okkur því þeir þurftu að skora mark. Við vissum líka að við yrðum helst að skora til þess að létta af pressunni," sagði Giggs.

„Ég tel að við höfum átt sigurinn skilinn. Við spiluðum vel, vorum með gott leikskipulag, héldum því út leikinn og skoruðum tvö góð mörk," sagði Giggs sem var að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í sjöunda sinn á ferlinum.

„Seinna markið kom á hárréttum tíma eftir að þeir voru nýbúnir að skora og það mark tók allt loftið úr þeim," sagði Giggs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×