Meistaradeildarmartröð Chelsea heldur áfram - United áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2011 16:19 Nordic Photos / Getty Images Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn