Einar Andri: Liðið er hægt og rólega að ná heilsu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 14:45 Einar Andri Einarsson var í dag valinn besti þjálfari umferða 15 til 21 í N1 deild karla en hann hlaut verðlaunin ásamt Kristjáni Arasyni. Þeir félagar hafa stýrt FH-liðinu saman í vetur og eru að koma upp með liðið á hárréttum tíma. FH fékk 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni. „Við erum búnir að spila mjög vel í síðustu leikjum, unnum 6 af 7 og gerðum eitt jafntefli. Liðið er því búið að vera spila vel," sagði Einar Andri. „Við erum virkilega ánægðir með að vera að toppa á réttum tíma. Strákarnir eru virkilega vel stefndir og þeir eru búnir að vera að æfa vel. Þeir eru búnir að leggja mikið á sig og við fengum góða uppskeru í síðustu umferðinni," sagði Einar Andri. „Við áttum í töluvert miklum meiðslum fyrir áramót, Örn Ingi, Ólafur Gústavsson og Logi náttúrulega voru allir mikið frá. Nú er liðið hægt og rólega að ná heilsu og lykillinn að þessu er að menn hafa náð að æfa vel," sagði Einar. „Maður man varla eftir því hvenær FH var síðast í úrslitakeppni og það þarf að fara einhver ár aftur í tímann til þess að finna það. Menn eru því spenntir og við fáum gríðarlega krefjandi verkefni á móti Fram. Þeir eru með mjög gott lið og innbyrðisviðureignirnar í vetur eru jafnar, bæði lið með þrjú stig og markatalan jöfn," sagði Einar. „Það er þvílíkt sem fólkið í kringum FH er að leggja á sig hvað varðar umgjörðina. Það eru mjög margir mættir mörgum tímum fyrir leik til þess að setja upp. Þetta er stórkostleg umgjörð, strákarnir kunna virkilega vel að meta þetta og líður vel að spila í Krikanum," sagði Einar. „Það hefði verið blóðugt að fara ekki í úrslitakeppnina með þessa umgjörð og ég er viss um að þeir bæta bara í núna á fimmtudaginn "Strákarnir eiga virkilega skilið að fá þessi verðlaun. Þeir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig eins og allt liðið. Liðið er að spila vel og þá uppskera einstaklingarnir," sagði Einar. Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Einar Andri Einarsson var í dag valinn besti þjálfari umferða 15 til 21 í N1 deild karla en hann hlaut verðlaunin ásamt Kristjáni Arasyni. Þeir félagar hafa stýrt FH-liðinu saman í vetur og eru að koma upp með liðið á hárréttum tíma. FH fékk 13 af 14 mögulegum stigum í þriðju umferðinni. „Við erum búnir að spila mjög vel í síðustu leikjum, unnum 6 af 7 og gerðum eitt jafntefli. Liðið er því búið að vera spila vel," sagði Einar Andri. „Við erum virkilega ánægðir með að vera að toppa á réttum tíma. Strákarnir eru virkilega vel stefndir og þeir eru búnir að vera að æfa vel. Þeir eru búnir að leggja mikið á sig og við fengum góða uppskeru í síðustu umferðinni," sagði Einar Andri. „Við áttum í töluvert miklum meiðslum fyrir áramót, Örn Ingi, Ólafur Gústavsson og Logi náttúrulega voru allir mikið frá. Nú er liðið hægt og rólega að ná heilsu og lykillinn að þessu er að menn hafa náð að æfa vel," sagði Einar. „Maður man varla eftir því hvenær FH var síðast í úrslitakeppni og það þarf að fara einhver ár aftur í tímann til þess að finna það. Menn eru því spenntir og við fáum gríðarlega krefjandi verkefni á móti Fram. Þeir eru með mjög gott lið og innbyrðisviðureignirnar í vetur eru jafnar, bæði lið með þrjú stig og markatalan jöfn," sagði Einar. „Það er þvílíkt sem fólkið í kringum FH er að leggja á sig hvað varðar umgjörðina. Það eru mjög margir mættir mörgum tímum fyrir leik til þess að setja upp. Þetta er stórkostleg umgjörð, strákarnir kunna virkilega vel að meta þetta og líður vel að spila í Krikanum," sagði Einar. „Það hefði verið blóðugt að fara ekki í úrslitakeppnina með þessa umgjörð og ég er viss um að þeir bæta bara í núna á fimmtudaginn "Strákarnir eiga virkilega skilið að fá þessi verðlaun. Þeir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig eins og allt liðið. Liðið er að spila vel og þá uppskera einstaklingarnir," sagði Einar.
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira