Umfjöllun: Akureyringar komnir út í horn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 29. apríl 2011 21:45 Mynd/Vilhelm FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira