Man. United í frábærum málum eftir 2-0 útisigur á Schalke Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 18:15 Ryan Giggs skorar markið sitt. Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira