Rangnick vill vinna United tvisvar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2011 12:48 Nordic Photos / Bongarts Ralf Rangnick, stjóri Schalke, sér ekkert því til fyrirstöðu að leggja Manchester United bæði heima og að heiman í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi lið mætast í Þýskalandi annað kvöld og svo í Manchester í næstu viku. Sigurvegarinn í rimmunni kemst í úrslitaleikinn sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Andstæðingurinn þar verður annað hvort Real Madrid eða Barcelona. Schalke hefur komið á óvart á keppninni en liðið slátraði hreinlega Evrópumeisturum Inter í fjórðungsúrslitunum. Liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur og er Rangnick nýtekinn við því af Felix Magath sem var látinn fara. „Ef við spilum eins og við gerðum tvívegis gegn Inter þá eigum við möguleika," sagði Rangnick við þýska fjölmiðla. „Við stefnum ekki á að ná markalausu jafntefli. Við viljum vinna leikinn og við ætlum að spila eins og við gerðum gegn Inter á heimavelli." „Það býst enginn við því að við vinnum 5-2 í þetta skiptið eins og við gerðum þá. En við ætlum að reyna að vinna báða leikina." „Þetta voru ekki heppnissigrar. Við vorum betri bæði á heima- og útivelli. Ég veit ekki af hverju liðið vanmat okkur og stendur mér alveg á sama ef að United myndi gera það sama." Rangnick hefur fylgst vel með United og hefur sjálfur séð marga leiki með liðinu. Hann var svo með útsendara á leik United gegn Everton um helgina. „Það er hægt að koma auga á veikleika í öllum liðum heimsins. Höfum við áhyggjur af því að liðið hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig í Evrópukeppninni þetta tímabilið? Það er tímabært að liðið fái á sig fleiri mörk." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Sjá meira
Ralf Rangnick, stjóri Schalke, sér ekkert því til fyrirstöðu að leggja Manchester United bæði heima og að heiman í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi lið mætast í Þýskalandi annað kvöld og svo í Manchester í næstu viku. Sigurvegarinn í rimmunni kemst í úrslitaleikinn sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Andstæðingurinn þar verður annað hvort Real Madrid eða Barcelona. Schalke hefur komið á óvart á keppninni en liðið slátraði hreinlega Evrópumeisturum Inter í fjórðungsúrslitunum. Liðinu hefur ekki gengið vel í deildinni í vetur og er Rangnick nýtekinn við því af Felix Magath sem var látinn fara. „Ef við spilum eins og við gerðum tvívegis gegn Inter þá eigum við möguleika," sagði Rangnick við þýska fjölmiðla. „Við stefnum ekki á að ná markalausu jafntefli. Við viljum vinna leikinn og við ætlum að spila eins og við gerðum gegn Inter á heimavelli." „Það býst enginn við því að við vinnum 5-2 í þetta skiptið eins og við gerðum þá. En við ætlum að reyna að vinna báða leikina." „Þetta voru ekki heppnissigrar. Við vorum betri bæði á heima- og útivelli. Ég veit ekki af hverju liðið vanmat okkur og stendur mér alveg á sama ef að United myndi gera það sama." Rangnick hefur fylgst vel með United og hefur sjálfur séð marga leiki með liðinu. Hann var svo með útsendara á leik United gegn Everton um helgina. „Það er hægt að koma auga á veikleika í öllum liðum heimsins. Höfum við áhyggjur af því að liðið hefur aðeins fengið þrjú mörk á sig í Evrópukeppninni þetta tímabilið? Það er tímabært að liðið fái á sig fleiri mörk."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Sjá meira