Gunnar Heiðar Þorvaldsson fer ágætlega af stað með liðinu sínu IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Gunnar Heiðar skoraði seinna mark liðsins í kvöld gegn Halmstad en Norrköping vann leikinn, 2-0.
Gunnar lék allan leikinn og slíkt hið sama gerði Jónas Guðni Sævarsson fyrir Halmstad.

