Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2011 12:22 Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. Um árabil hefur starfsfólk Veiðimálastofnunar vaktað laxastofna Gljúfurár, en með tilkomu teljara í ánni er nú hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um göngu lax- og silungs. Samkvæmt teljara gengu 550 laxar upp fyrir teljarann og veiddust 271 þeirra. Tiu laxar fengust að auki neðan laxateljara. Athygli vekur að laxagöngur í Gljúfurá aukast samfara vatnsmagni Norðurár, og virðist forsendan fyrir góðum göngum vera sú að nægt vatn sé fyrir hendi í Norðurá, en árnar sameinast við Flóðatanga. Sé laxateljarinn borinn saman við vatnsmagn má sjá augljós tengsl þar á milli. Athygli vekur mikil sjóbirtingsgengd í Gljúfurá eftir að veiðitíma lýkur. Í lok september og í október er talsvert að ganga af sjógengnum urriða, en sökum þess hversu seint sá fiskur gengur þá mælist veiðiálag á þann stofn aðeins 4%! Þess má geta að samkvæmt seiðamælingum er laxastofn Gljúfurár í mjög góðu horfi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. Um árabil hefur starfsfólk Veiðimálastofnunar vaktað laxastofna Gljúfurár, en með tilkomu teljara í ánni er nú hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um göngu lax- og silungs. Samkvæmt teljara gengu 550 laxar upp fyrir teljarann og veiddust 271 þeirra. Tiu laxar fengust að auki neðan laxateljara. Athygli vekur að laxagöngur í Gljúfurá aukast samfara vatnsmagni Norðurár, og virðist forsendan fyrir góðum göngum vera sú að nægt vatn sé fyrir hendi í Norðurá, en árnar sameinast við Flóðatanga. Sé laxateljarinn borinn saman við vatnsmagn má sjá augljós tengsl þar á milli. Athygli vekur mikil sjóbirtingsgengd í Gljúfurá eftir að veiðitíma lýkur. Í lok september og í október er talsvert að ganga af sjógengnum urriða, en sökum þess hversu seint sá fiskur gengur þá mælist veiðiálag á þann stofn aðeins 4%! Þess má geta að samkvæmt seiðamælingum er laxastofn Gljúfurár í mjög góðu horfi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði