Ekki veiðihelgi framundan? Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2011 09:26 Það lítur ekki vel út með helgarveðrið fyrir veiðimenn. Eini bletturinn á landinu sem sleppur líklega við rok, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu er suð- vesturhornið og það bara tæplega. Á því svæði er spáð nokkrum vind og úrkomu af og til, það kólnar líka þannig að þetta er ekki spennandi veður til veiða. En sumir láta þetta ekkert á sig fá og maður hefutr nú oft heyrt góðar veiðisögur af mönnum sem veiða stundum einna best í vondu veðri. Í Veiðivötnum er það t.d. vel þekkt að þegar það blæs hressilega og ölduhæðin verður nokkur, að urriðin kemur þá mjög nálægt landi undan öldunni og syndir um í rótinu og skóflar í sig æti sem þar safnast saman. Það þarf að vísu ansi harða veiðimenn til að standa með vindinn í fangið og kasta flugu en með þrautseigju er þetta hægt og gefur oft vel. Í Elliðavatni er það líka vel þekkt að þegar vatnið litast, og þá sérstaklega þegar það hefur verið hlýtt, þá gengur silungurinn upp í lækjarskil og liggur þar á botninum þar sem vatnið er bæði kaldara og tærara. Þetta má örugglega heimfæra á flest vötn og það er oft talað um hvað menn veiða vel við lækjarskil í vötnum við ákveðnar aðstæður. Er ekki spurning um að klæða sig bara vel og fara til veiða um helgina? Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði
Það lítur ekki vel út með helgarveðrið fyrir veiðimenn. Eini bletturinn á landinu sem sleppur líklega við rok, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu er suð- vesturhornið og það bara tæplega. Á því svæði er spáð nokkrum vind og úrkomu af og til, það kólnar líka þannig að þetta er ekki spennandi veður til veiða. En sumir láta þetta ekkert á sig fá og maður hefutr nú oft heyrt góðar veiðisögur af mönnum sem veiða stundum einna best í vondu veðri. Í Veiðivötnum er það t.d. vel þekkt að þegar það blæs hressilega og ölduhæðin verður nokkur, að urriðin kemur þá mjög nálægt landi undan öldunni og syndir um í rótinu og skóflar í sig æti sem þar safnast saman. Það þarf að vísu ansi harða veiðimenn til að standa með vindinn í fangið og kasta flugu en með þrautseigju er þetta hægt og gefur oft vel. Í Elliðavatni er það líka vel þekkt að þegar vatnið litast, og þá sérstaklega þegar það hefur verið hlýtt, þá gengur silungurinn upp í lækjarskil og liggur þar á botninum þar sem vatnið er bæði kaldara og tærara. Þetta má örugglega heimfæra á flest vötn og það er oft talað um hvað menn veiða vel við lækjarskil í vötnum við ákveðnar aðstæður. Er ekki spurning um að klæða sig bara vel og fara til veiða um helgina?
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði