Does it Offend You, Yeah? - Don't Say We Didn't Warn You Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. apríl 2011 00:01 Önnur plata bresku indí-teknó háskólakrakkana frá Reading. Fyrsta platan var nægilega beitt til þess að ýta tónleikaferðalagstannhjólinu af stað. Sveitin hefur því verið á linnulausu ferðalagi heimshornanna á milli síðan fyrri platan, You Have No Idea What Your getting Yourself into, kom út árið 2008. Það var fín plata en þar stóð hæst upp úr lagið Let's Make Out sem Sebastian Grangier úr Death From Above 1979 söng. Sveitin hefur þó aðallega getið af sér gott orð sem tónleikasveit. Það lekur gríðarleg orka af þeim af sviði og sagt er að enginn maður fari óhreyfður frá þeirri upplifun. Reyni menn að standa kjurrir þá sé tónlistin og stuð-bylgjan sem flæðir frá sviðinu í gegnum áhorfendur nægilega til þess að koma hverjum manni sem er af stað. Leiðum ófrískum konum sem eru komnar framyfir er bent á þennan möguleika vilji þær missa vatnið. Á sviði er DIOYY m.a. líkt við LCD Soundsystem, !!! og Prodigy.Á þessari annarri plötu nær sveitin svo að fanga þessa orku nokkuð betur en á þeirri fyrri. Sum lög eru svo barmafull af stuðandi bylgjum að það er ómögulegt að hlýða á án þess að heillast með. Skýrsta dæmið er Wrestler. Elektrósmellur sem er keyrður áfram á svipuðum batteríum og Prodigy gerðu með sín bestu lög. Lag sem hefur alla burði í það að verða stærsti klúbbasmellur ársins. Galli plötunnar er að hún er ekki mjög heilsteypt. Það er eins og liðsmenn DIOYY hafi ekki alveg gert upp hug sinn hvort þeir vilji vera teknósveit eða indírokkarar. Þannig skipast á í bland indípopplög við teknósmelli - sem er fínt hafi menn víðan tónlistarsmekk - en ekki söluvænt fyrir þá sem heillast kannski einungis af öðru hvoru og vilja heila plötu á svipaðri bylgjulengd. Þannig er lagið Pull Out My Insides afar útvarpsvænt en það hljómar stundum meira eins og Death Cab For Cutie en DIOYY. Ég fíla þessa skítugu pönkuðu hlið sveitarinnar töluvert betur en daðrið við indípoppið. Það er nóg af þannig sveitum - en örfáar sem ná að tengjast sömu orku í teknóslögurum og þessi.3.5 / af 5 stjörnumbestu lög:We Are the DeadThe Monkeys are ComingPull My InsidesWrestler Tónlist Vasadiskó Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Önnur plata bresku indí-teknó háskólakrakkana frá Reading. Fyrsta platan var nægilega beitt til þess að ýta tónleikaferðalagstannhjólinu af stað. Sveitin hefur því verið á linnulausu ferðalagi heimshornanna á milli síðan fyrri platan, You Have No Idea What Your getting Yourself into, kom út árið 2008. Það var fín plata en þar stóð hæst upp úr lagið Let's Make Out sem Sebastian Grangier úr Death From Above 1979 söng. Sveitin hefur þó aðallega getið af sér gott orð sem tónleikasveit. Það lekur gríðarleg orka af þeim af sviði og sagt er að enginn maður fari óhreyfður frá þeirri upplifun. Reyni menn að standa kjurrir þá sé tónlistin og stuð-bylgjan sem flæðir frá sviðinu í gegnum áhorfendur nægilega til þess að koma hverjum manni sem er af stað. Leiðum ófrískum konum sem eru komnar framyfir er bent á þennan möguleika vilji þær missa vatnið. Á sviði er DIOYY m.a. líkt við LCD Soundsystem, !!! og Prodigy.Á þessari annarri plötu nær sveitin svo að fanga þessa orku nokkuð betur en á þeirri fyrri. Sum lög eru svo barmafull af stuðandi bylgjum að það er ómögulegt að hlýða á án þess að heillast með. Skýrsta dæmið er Wrestler. Elektrósmellur sem er keyrður áfram á svipuðum batteríum og Prodigy gerðu með sín bestu lög. Lag sem hefur alla burði í það að verða stærsti klúbbasmellur ársins. Galli plötunnar er að hún er ekki mjög heilsteypt. Það er eins og liðsmenn DIOYY hafi ekki alveg gert upp hug sinn hvort þeir vilji vera teknósveit eða indírokkarar. Þannig skipast á í bland indípopplög við teknósmelli - sem er fínt hafi menn víðan tónlistarsmekk - en ekki söluvænt fyrir þá sem heillast kannski einungis af öðru hvoru og vilja heila plötu á svipaðri bylgjulengd. Þannig er lagið Pull Out My Insides afar útvarpsvænt en það hljómar stundum meira eins og Death Cab For Cutie en DIOYY. Ég fíla þessa skítugu pönkuðu hlið sveitarinnar töluvert betur en daðrið við indípoppið. Það er nóg af þannig sveitum - en örfáar sem ná að tengjast sömu orku í teknóslögurum og þessi.3.5 / af 5 stjörnumbestu lög:We Are the DeadThe Monkeys are ComingPull My InsidesWrestler
Tónlist Vasadiskó Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira