The Kills - Blood Pressures (2011) Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. apríl 2011 00:01 "Ok... geisp-AAAAA" Blood Pressures er fjórða breiðskífa þeirra frá því að þau hófu að geta af sér afkvæmi árið 2003. Strax eftir aðra plötuna varð ljóst að hér væri svalt band á ferð. Nægilega svo til þess að afla sér ágætis aukatekna með sölu laga sinna í gallabuxnaauglýsingar og svoleiðis. Þau hafa það fínt. Eftir að Kate Moss fékk svo leið á aulaskapnum í Pete Doherty réð hún Jamie Hince í stöðu skítuga poppprinssins. Hann virðist hafa valdið því starfi töluvert betur og virðist vera með toppstykkið skrúfað þónokkuð betur á. Sem sagt bolurinn þekkir Jamie líklegast best af kvenkosti hans frekar en tónlist. Ef dæma á fólk út frá hegðun er nokkuð ljóst að Kate Moss stígur ekkert svo hátt í vitið. En hún virðist hafa frábæran tónlistarsmekk. Persónulega finnst mér Pete Doherty hæfileikaríkur fjandi og það er Jamie líka. The Kills hefur aldrei á sínum ferli gefið út slappa plötu - og hún er ekki að byrja á því núna. Blood Pressures er ekki eins gróf og fyrri verk. Slípaðri þegar kemur að vinnslu en dúóið nær að viðhalda sömu orku þegar kemur að lagasmíðum og flutning. Í þetta skiptið er búið bæta við smá skrauti hér og þar - eins og í lögunum Heart is a Beating og Nail in my Coffin - má heyra smelli eins og úr borðtenniskúlu. Ótrúlegt en satt passar borðtennis og blús vel saman. Þrjú ár eru liðin frá því að The Kills gaf út síðustu plötu Midnight boom sem þótti sérstaklega vel heppnuð. Þar varð stefnubreyting hjá sveitinni úr þunglyndislegri og blúsaðri nýbylgju yfir í ögn glaðlegri en þó blúsuðu indípoppi. Þessi nýja plata er í sama dúr. Augljóslega hefur sambandið milli þeirra Alison og Jamie breyst frá því að samstarf þeirra hófst. Síðan 2008 hefur Alison t.d. gefið út tvær plötur ásamt hinni hljómsveitinni sinni The Dead Weather sem hefur farið á flug. Gárungar spá því þess vegna að þessi plata hér gæti hugsanlega orðið svanasöngur The Kills. Ef svo er - þá hættir sveitin á uppsveiflunni. Blood Pressures er plata sem vex með hverri hlustun. Hér er aragrúi af góðum lögum og hlustandinn ætti aldrei að fá þá tilfinningu að það sé verið að bera eitthvað uppfyllingarefni á borð fyrir hann. Engin tuska í andlitið en þægilega góð og nægilega svöl til þess að tryggja að hún lifi eitthvað út eftir ári. 4 stjörnur / af 5 mögulegum helstu lög: Future Starts Slow Satellite Heart is a Beating Drum Nail in My Coffin DNA Baby SaysThe Kills - Heart is a beating Drum Tónlist Vasadiskó Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
"Ok... geisp-AAAAA" Blood Pressures er fjórða breiðskífa þeirra frá því að þau hófu að geta af sér afkvæmi árið 2003. Strax eftir aðra plötuna varð ljóst að hér væri svalt band á ferð. Nægilega svo til þess að afla sér ágætis aukatekna með sölu laga sinna í gallabuxnaauglýsingar og svoleiðis. Þau hafa það fínt. Eftir að Kate Moss fékk svo leið á aulaskapnum í Pete Doherty réð hún Jamie Hince í stöðu skítuga poppprinssins. Hann virðist hafa valdið því starfi töluvert betur og virðist vera með toppstykkið skrúfað þónokkuð betur á. Sem sagt bolurinn þekkir Jamie líklegast best af kvenkosti hans frekar en tónlist. Ef dæma á fólk út frá hegðun er nokkuð ljóst að Kate Moss stígur ekkert svo hátt í vitið. En hún virðist hafa frábæran tónlistarsmekk. Persónulega finnst mér Pete Doherty hæfileikaríkur fjandi og það er Jamie líka. The Kills hefur aldrei á sínum ferli gefið út slappa plötu - og hún er ekki að byrja á því núna. Blood Pressures er ekki eins gróf og fyrri verk. Slípaðri þegar kemur að vinnslu en dúóið nær að viðhalda sömu orku þegar kemur að lagasmíðum og flutning. Í þetta skiptið er búið bæta við smá skrauti hér og þar - eins og í lögunum Heart is a Beating og Nail in my Coffin - má heyra smelli eins og úr borðtenniskúlu. Ótrúlegt en satt passar borðtennis og blús vel saman. Þrjú ár eru liðin frá því að The Kills gaf út síðustu plötu Midnight boom sem þótti sérstaklega vel heppnuð. Þar varð stefnubreyting hjá sveitinni úr þunglyndislegri og blúsaðri nýbylgju yfir í ögn glaðlegri en þó blúsuðu indípoppi. Þessi nýja plata er í sama dúr. Augljóslega hefur sambandið milli þeirra Alison og Jamie breyst frá því að samstarf þeirra hófst. Síðan 2008 hefur Alison t.d. gefið út tvær plötur ásamt hinni hljómsveitinni sinni The Dead Weather sem hefur farið á flug. Gárungar spá því þess vegna að þessi plata hér gæti hugsanlega orðið svanasöngur The Kills. Ef svo er - þá hættir sveitin á uppsveiflunni. Blood Pressures er plata sem vex með hverri hlustun. Hér er aragrúi af góðum lögum og hlustandinn ætti aldrei að fá þá tilfinningu að það sé verið að bera eitthvað uppfyllingarefni á borð fyrir hann. Engin tuska í andlitið en þægilega góð og nægilega svöl til þess að tryggja að hún lifi eitthvað út eftir ári. 4 stjörnur / af 5 mögulegum helstu lög: Future Starts Slow Satellite Heart is a Beating Drum Nail in My Coffin DNA Baby SaysThe Kills - Heart is a beating Drum
Tónlist Vasadiskó Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira