Handbolti

Sverre og félagar í ágætri stöðu þrátt fyrir tap

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverre í leik með Grosswallstadt fyrr á tímabilinu.
Sverre í leik með Grosswallstadt fyrr á tímabilinu. Nordic Photos / Bongarts
Grosswallstadt tapaði í dag fyrir Göppingen, 23-21, í fyrri úrslitaleik liðanna í EHF-bikarkeppninni. Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Grosswallstadt.

Landsliðsmaðurinn Sverre Jakbosson leikur með Grosswallstadt sem lagði til að mynda Hauka á leið sinni í úrslitaleikinn fyrr á tímabilinu.

Göppingen byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1 og svo 8-2. Leikmenn Grosswallstadt náðu að rétta hlut sinn örlítið en staðan í hálfleik var 13-8, heimamönnum í vil.

Síðari hálfleikur var svo mikið betri hjá Sverre og félögum en það voru markverðir beggja liða sem voru í aðalhlutverki í dag. Sverre skoraði ekki að þessu sinni en spilaði að venju í vörn liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×