Gylfi Þór Sigurðsson vill skora tíu mörk á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni en hennur lýkur í dag þegar lokaumferðin fer fram.
Hoffenheim mætir Wolfsburg á heimavelli í dag og hefur Gylfi skorað níu deildarmörk á leiktíðinni, þar af sigurmarkið gegn Nürnburg um síðustu helgi.
Gylfi fagnaði marki sínu gegn Leverkusen fyrr í vetur á eftirminnilegan máta. Þá lét hann sig detta á sama máta og algengt er í FIFA-leikjunum í Playstation-leikjatölvum.
„Ef ég skora þá sýni ég nýtt fagn. Ég gef samt ekkert upp um hvernig það er,“ sagði Gylfi í samtali við þýska fjölmiðla fyrir leikinn.
„Ég vil komast upp í tíu mörk á tímabilinu en mikilvægast er að við vinnum síðasta leik tímabilsins á heimavelli,“ bætti hann við.
Gylfi er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað að meðaltali mark á 130 mínútna fresti á tímabilinu. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað með minna millibili í allri deildinni.
Gylfi lofar nýju fagni ef hann skorar í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



