Náði umhverfis jörðina á 80 dögum 10. maí 2011 15:56 Ferðalag Sighvats Bjarnasonar hefur eflaust ekki farið framhjá lesendum Vísis síðustu mánuði. Í lok febrúar hélt hann af stað í ferðalag umhverfis jörðina til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna, og hefur hann reglulega sent Vísi myndbönd þar sem hægt hefur verið að fylgjast með framgangi mála. Sighvatur setti sér alls kyns krefjandi reglur, sem gerðu það að verkum að hann gat ekki leyft sér að hoppa á milli flugvéla heldur fór hann landleiðina að mestu. Og það tókst. Sighvatur sendi Vísi í dag 26. og síðasta myndbandið af ferðalagi sínu. Hann er þar loksins kominn til Copacabana-strandar í Ríó á 80. degi eftir spennandi lokasprett þar sem munaði minnstu að áætlunin stæðist ekki. Sighvatur er kampakátur með árangurinn en viðurkennir að hann nái ekki að átta sig á áfanganum. Þetta samfellda ferðalag með tilheyrandi flækjum hafi tekið á og verið býsna erfitt á köflum. Þó segir hann ferðina hafa að sama skapi gengið ótrúlega vel og upplifunina magnaða. Það hafi komið í ljós að 80 dagar séu passlegur tími til að ferðast í kringum jörðina með þessum hætti. Nú hlakki hann þó mest til að komast heim í íslenska vorið og hitta fjölskyldu og ástvini. Þeir sem vilja kynna sér nákvæma leið ferðarinnar geta kíkt á kort sem Sighvatur hefur útbúið á vefnum Tripline. Enn er hægt að styrkja söfnunina en upplýsingar um hana má finna á vef Umhyggju. Við hvetjum lesendur Vísis einnig til að senda Sighvati hamingjukveðjur á Facebook-síðu verkefnisins.Svona lítur ferðakortið út eftir 80 dagana. Hlekkur á það er hér fyrir ofan. Umhverfis jörðina á 80 dögum Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Ferðalag Sighvats Bjarnasonar hefur eflaust ekki farið framhjá lesendum Vísis síðustu mánuði. Í lok febrúar hélt hann af stað í ferðalag umhverfis jörðina til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna, og hefur hann reglulega sent Vísi myndbönd þar sem hægt hefur verið að fylgjast með framgangi mála. Sighvatur setti sér alls kyns krefjandi reglur, sem gerðu það að verkum að hann gat ekki leyft sér að hoppa á milli flugvéla heldur fór hann landleiðina að mestu. Og það tókst. Sighvatur sendi Vísi í dag 26. og síðasta myndbandið af ferðalagi sínu. Hann er þar loksins kominn til Copacabana-strandar í Ríó á 80. degi eftir spennandi lokasprett þar sem munaði minnstu að áætlunin stæðist ekki. Sighvatur er kampakátur með árangurinn en viðurkennir að hann nái ekki að átta sig á áfanganum. Þetta samfellda ferðalag með tilheyrandi flækjum hafi tekið á og verið býsna erfitt á köflum. Þó segir hann ferðina hafa að sama skapi gengið ótrúlega vel og upplifunina magnaða. Það hafi komið í ljós að 80 dagar séu passlegur tími til að ferðast í kringum jörðina með þessum hætti. Nú hlakki hann þó mest til að komast heim í íslenska vorið og hitta fjölskyldu og ástvini. Þeir sem vilja kynna sér nákvæma leið ferðarinnar geta kíkt á kort sem Sighvatur hefur útbúið á vefnum Tripline. Enn er hægt að styrkja söfnunina en upplýsingar um hana má finna á vef Umhyggju. Við hvetjum lesendur Vísis einnig til að senda Sighvati hamingjukveðjur á Facebook-síðu verkefnisins.Svona lítur ferðakortið út eftir 80 dagana. Hlekkur á það er hér fyrir ofan.
Umhverfis jörðina á 80 dögum Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira