Það var mikið um að vera í Valitor-bikar karla í gærkvöldi en alls fóru fram ellefu leikir. Vísir greindi í gær frá frábærum leik milli Skagamanna og Selfyssinga sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni og bráðabana þarsem Selfyssingar stóðu uppi sem sigurvegarar.
Þróttarar voru aldrei í vandræðum með Ármann en þeir unnu algjöran skyldusigur 5-0.
KV bar sigur úr býtum gegn Aftureldingu sem verður að teljast heldur óvænt tíðindi þar sem Knattspyrnufélag Vesturbæjar leikur í 3. deildinni en Afturelding í 2.deild.
Fossvogsdrengirnir í Berserkjum slógu út ÍH, 2-1, eftir framlengdan leik en Berserkir leika í 3. deildinni en ÍH í 2. deild, virkilega sterkur sigur hjá Berserkjum.
Dregið verður í 32-liða úrslit í Valitor-bikarnum í hádeginu í dag.
Hér að neðan má sjá úrslit gærkvöldsins:
Þróttur 5-0 Ármann
KFG 1-3 BÍ/Bolungarvík
Höttur 5-2 Fjarðabyggð
Draupnir 0-3 KA
Björninn 0-1 Njarðvík
ÍR 6-0 Víðir
Grótta 0-2 Haukar
Afturelding 0-1 KV
KFR 1-4 HK
ÍH 1-2 Berserkir
Selfoss 2-2 ÍA (5-4 eftir vítaspyrnukeppni og bráðabana)
Óvænt úrslit í Valitor-bikarnum
Stefán Árni Pálsson skrifar
