Handbolti

Strákarnir unnu öðru sinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir.
Rakel Dögg Bragadóttir. Mynd/Ole Nielsen
U-17 landslið karla í handknattleik vann í kvöld sex marka sigur á A-liði kvenna í æfingaleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld.

Strákarnir höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 17-13, og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 32-26. Liðin mættust einnig á mánudagskvöldið og þá hafði U-17 lið karla einnig betur.

A-lið kvenna er að undirbúa sig fyrir leiki gegn Úkraínu í næsta mánuði þar sem sæti á HM í Brasilíu er í húfi.

Rakel Dögg Bragadóttir skoraði sex mörk fyrir A-lið kvenna og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði fimmtán skot í markinu. Hjá strákunum var Daði Laxdal Gautason markahæstur með fimm mörk.

A-kvenna - U-17 karla 26-32 (13-17)Mörk A-kvenna: Rakel Dögg Bragadóttir 6, Ásta Gunnarsdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Karen Knútsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Rebekka Skúladóttir 1.

Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 1, Guðrún Ósk Maríasdóttir 1.

Mörk U-17 karla: Daði Laxdal Gautason 5, Alex Viktor Ragnarsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Valdimar Sigurðsson 4, Stefán Darri Þórsson 3, Gunnar Malmquist 2, Adam Haukur Baumruk 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 2, Arnar Freyr Dagbjartsson 2, Arnar Snær Magnússon 1, Bjarni Guðmundsson 1, Ármann Ari Árnason 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.

Varin skot: Bjarki Snær Jónsson 11, Ágúst Elí Björgvinsson 10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×