Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn.
Gosið í Grímsvötnum hefur aukið stressið í kringum leikinn og Geir hefur ekki sloppið við það enda talaði hann um það í dag að áhyggjur vegna öskufallsins væru taugatrekkjandi fyrir sig og starfsmenn UEFA sem eru að undirbúa leikinn.
Barcelona-liðið flýtti ferð sinni til London um tvo daga og Geir mun einng fara fyrr út en hann hafði skipulagt. Geir hefur þó trú á því að þetta gangi allt upp og muni bara kosta meiri vinnu við undirbúninginn.
„UEFA byrjaði að fylgjast með stöðunni á gosinu strax á sunnudaginn og ég hef fylgst með því sem eftirlitsmaður. Í gær var ég síðan í samskiptum við ýmsa aðila sem þurfa að vera nauðsynlega á staðnum til þess að leikurinn geti farið fram en aðallega þó við Barcelona-liðið," sagði Geir Þorsteinsson.
„UEFA er að fylgjast mjög náið með stöðunni og vonandi mun þetta bara skapa meiri vinnu. Versta staðan væri að spænsku áhorfendurnir ættu erfitt með að komast til London en UEFA er búið að leggja töluverða vinnu í að undirbúa aðrar leiðir meðal annars í gegnum Ermasundsgöngin. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta blessist allt," segir Geir.
„Ég er að reyna að komast út og vonast til þess að ég komist í dag. Planið var að ég færi ekki seinna í vikunni en það er flug á eftir og til þess að vera öruggur þá ætla ég að reyna að komast í það," sagði Geir og var rokinn enda í nóg að snúast síðustu klukkutímana fyrir flug.
Geir vonast til þess að komast til London í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn