Handbolti

Arnór lyfti bikarnum á Parken

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Meistararnir fagna í dag.
Meistararnir fagna í dag.
Þeir Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson urðu í dag danskir meistarar í handknattleik með liði sínu AGK. Kaupmannahafnarliðið lagði þá Bjerringbro-Silkeborg, 30-21, í öðrum úrslitaleik liðanna og rimmuna þar með 2-0. 36 þúsund manns voru á Parken í dag og settu heimsmet í aðsókn á handboltaleik í heiminum.

Arnór og Snorri áttu báðir mjög góðan leik fyrir AGK. Arnór stýrði leik AGK lengstum og átti fjölda stoðsendinga, skoraði fimm mörk og var markahæstur. Snorri náði líka að skora fjögur mörk þó svo hann hafi leikið minna í leiknum.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir AGK því Kasper Hvidt fékk rautt spjald eftir aðeins rúmlega þriggja mínútna leik. Hann reyndi þá að stöðva hraðaupphlaup með því að hlaupa út úr teignum. Hann lenti á sóknarmanni Bjerringbro og lítið annað hægt en að henda Hvidt í sturtu.

AGK þurfti ekki að örvænta mikið því í hans stað Norðmaðurinn Steinar Ege sem er síst slakari markvörður. Hann átti líka eftir að sanna það með því að verja 20 skot í leiknum.

Arnór Atlason var í byrjunarliði AGK á miðjunni og stýrði leik liðsins vel. Var duglegur að opna fyrir félaga sína, koma boltanum á línuna en skotin gengu þó ekki nógu vel.

AGK skrefinu á undan allt frá upphafi og Niklas Landin hélt Bjerringbro hreinlega inn í leiknum með frábærri markvörslu. Varnarleikur AG var einnig svakalega sterkur og gestirnir voru í verulegum vandræðum með finna opin skot.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði úr víti í hálfleiknum og spilaði síðustu mínútur hálfleiksins.

Leikmenn Bjerringbro hresstust nokkuð í síðari hálfleik enda höfðu þeir engu að tapa og allt að vinna. Þegar 15 mínútur lifðu leiks var munurinn kominn niður í fjögur mörk, 21-17.

Snorri Steinn átti frábæra innkomu í lið AGK þegar Bjerringbro gat minnkað muninn í þrjú mörk og var manni færri. Þá skoraði Snorri tvö glæsileg mörk í röð og hélt gestunum í hæfilegri fjarlægð.

Eftir þessa innkomu Snorra var allur vindur úr Bjerringbro og AGK landaði öruggum sigri.









Það er mögnuð stemning á Parken í Kaupmannahöfn þessa stundina þar sem Íslendingaliðið AGK getur tryggt sér danska meistaratitilinn í handbolta með sigri á Bjerringbro-Silkeborg. Það stefnir allt í sigur AGK sem hefur leikið vel og leiðir í hálfleik, 14-7.

38 þúsund manns eru á vellinum og það er því búið að setja heimsmet í aðsókn á handboltaleik í heiminum.

Kasper Hvidt fékk rautt spjald eftir aðeins rúmlega

þriggja mínútna leik. Hann reyndi þá að stöðva

hraðaupphlaup með því að hlaupa út úr teignum. Hann lenti

á sóknarmanni Bjerringbro og lítið annað hægt en að henda

Hvidt í sturtu.

AGK þurfti ekki að örvænta mikið því í hans stað

Norðmaðurinn Steinar Ege sem er síst slakari markvörður.

Arnór Atlason var í byrjunarliði AGK á miðjunni og stýrði leik liðsins vel. Var duglegur að opna fyrir félaga sína, koma boltanum á línuna en skotin gengu þó ekki nógu vel.

AGK skrefinu á undan allt frá upphafi og Niklas Landin hélt Bjerringbro hreinlega inn í leiknum með frábærri markvörslu. Varnarleikur AG var einnig svakalega sterkur og gestirnir voru í verulegum vandræðum með finna opin skot.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði úr víti í hálfleiknum og spilaði síðustu mínútur hálfleiksins.

AGK er með pálmann í höndunum og ef allt er eðlilegt mun Arnór Atlason, fyrirliði AGK, lyfta bikarnum á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×