Handbolti

Heimsmetsleikurinn í beinni á Íslandi og í Noregi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri verður í eldlínunni á morgun.
Snorri verður í eldlínunni á morgun.
Það fer fram sannkallaður stórviðburður á Parken á morgun þegar AGK og Bjerringbro-Silkeborg mætast í öðrum úrslitaleik liðanna um danska meistaratitilinn í handknattleik.

AGK leiðir einvígið og getur orðið meistari með sigri. Það kemur þá í hlut Arnórs Atlasonar að lyfta bikarnum í leikslok.

Búist er við allt að 38 þúsund manns á Parken vegna leiksins sem er heimsmetsaðsókn á handboltaleik.

Áhugi er fyrir þessum leik víða og hann verður ekki bara sýndur beint í Danmörku því leikurinn er einnig í beinni útsendingu hjá Rúv hér á Íslandi sem og í norska sjónvarpinu.

Forráðamenn AGK segjast vera mjög stoltir af því að hafa búið til alþjóðlegan áhuga á leiknum. Þeir fá völlinn til afnota í fyrramálið og þurfa að útbúa leikvöll og áhorfendaaðstöðu á aðeins nokkrum klukkutímum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×