Handbolti

Þórir samdi við pólska stórliðið Kielce

Ásgeir Erlendsson skrifar
Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Pólska stórliðið Kielce.
Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Pólska stórliðið Kielce. Mynd/Valli
Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Pólska stórliðið Kielce. Þórir sem leikið hefur með þýska 1.deildarliðinu Lübbecke síðastliðin ár er fyrsti Íslendingurinn sem semur við Kielce.

Liðið sem leikur undir stjórn pólska landsliðsþjálfarans Bogdans Wenta varð pólskur meistari á síðasta ári en missti óvænt af meistaratitlinum í ár. Með liðinu leika menn á borð við Mariusz Jurasik og Mirza Džomba. Liðið ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð því auk Þóris Ólafssonar munu handboltastjörnurnar Slawomir Szmal, Grzegorz Tkaczyk og Denis Buntic ganga til liðs við Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×