Geir: Ólafur búinn að læra þessa hegðun af þeim stóru í útlöndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2011 19:55 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira