Handbolti

Stelpurnar unnu stærsta sigurinn í umspilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið vann stærsta sigurinn í öllum átta umspilsleikjunum sem fóru fram um helgina í undankeppni HM handbolta kvenna. Úrslitakeppnin fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi og aðeins stórslys kemur í veg fyrir að íslenska liðið verði þar eftir 19 marka sigur á Úkraínu. Næststærsti sigurinn var 16 marka sigur Svartfellinga á Tékkum.

Ísland er ein af fimm þjóðum sem eru komnar með annan fótinn í úrslitakeppnina eftir fyrri leikinn en Svartfjallaland, Holland, Spánn, Króatía unnu líka sína leiki með meira en tíu marka mun. Frakkar og Danir eru líka nokkuð öryggir með sæti í úrslitakeppninni eftir góða sigra en eina virkilega spennan er í einvígi Þýskalands og Ungverjalands.

Þýsku stelpurnar unnu tveggja marka sigur á Ungverjalandi á heimavelli, 26-24, í fyrri leiknum.

Fjórar Evrópuþjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, heimsmeistarar Rússa og svo Noregur, Svíþjóð og Rúmenía sem enduðu í þremur efstu sætunum á síðasta Evrópumóti.

Úrslit fyrri leikjanna í umspilinu:Tékkland-Svartfjallaland 26-42

Holland-Tyrkland 40-28

Spánn-Makedónía 37-22

Frakkland-Slóvenía 28-19

Króatía-Serbía 36-25

Ísland-Úkraína 37-18

Þýskaland-Ungverjaland 26-24

Pólland-Danmörk 16-23




Fleiri fréttir

Sjá meira


×