Handbolti

Arna Sif skiptir um lið í dönsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Sif Pálsdóttir.
Arna Sif Pálsdóttir. Mynd/Heimasíða Team Esbjerg
Landsliðslínumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir er búin að finna sér nýtt lið í dönsku úrvalsdeildinni en hún er búin að semja við Aalborg DH liðið eftir að hafa spilað með Team Esbjerg á síðasta tímabilið.

Arna Sif var í sviðsljósinu í stórsigrinum á Úkraínu í gær í sínum 57 A-landsleik en hún og stelpurnar í A-landsliðinu eru á leiðinni til Úkraínu þar sem seinni leikurinn fer fram um næstu helgi.

Arna Sif sem er aðeins 22 ára gömul er uppalin í HK í Kópavogi en fór út í atvinnumennsku veturinn 2009 til 2010 og lék þá með Horsens HK. Arna Sif skipti síðan yfir í Team Esbjerg.

Allan Heine þjálfari Aalborg DH, segir frá komu Örnu í viðtali við nordjyske.dk. „Hún passar vel inn í okkar leikstíl og okkar hóp bæði á æfingum og í leikjum. Hún mun breikka hópinn okkar sérstaklega í vörninni," sagði Allan Heine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×