Góð opnun í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2011 09:50 Lax Þreyttur við Breiðuna norðanmeginn Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Þótt opnunin hafi ekki verið jafn stór og í fyrra eru menn ánægðir enda skilyrðin til veiða erfið. Kalt og vindasamt. Þeir sem eiga næstu holl í Blöndu geta farið að hlakka til því það eru hlýindi í kortunum.Páll Magnússon sleppir 2 ára laxi í BlönduAnnars er gaman að segja frá því að það eru laus veiðileyfi í Blöndu á besta tíma á svæði II fyrir lítinn pening. Þarna fer gífurlega mikið af laxi í gegn uppá svæði III og IV ásamt Svartá, en ástundun hefur verið léleg undanfarin ár. Þarna má veiða á allt agn og verðið fyrir daginn á besta tíma ekki nema 22.800. Það er ekki hægt að kvarta yfir ódýrum laxveiðileyfum í dag. Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Þótt opnunin hafi ekki verið jafn stór og í fyrra eru menn ánægðir enda skilyrðin til veiða erfið. Kalt og vindasamt. Þeir sem eiga næstu holl í Blöndu geta farið að hlakka til því það eru hlýindi í kortunum.Páll Magnússon sleppir 2 ára laxi í BlönduAnnars er gaman að segja frá því að það eru laus veiðileyfi í Blöndu á besta tíma á svæði II fyrir lítinn pening. Þarna fer gífurlega mikið af laxi í gegn uppá svæði III og IV ásamt Svartá, en ástundun hefur verið léleg undanfarin ár. Þarna má veiða á allt agn og verðið fyrir daginn á besta tíma ekki nema 22.800. Það er ekki hægt að kvarta yfir ódýrum laxveiðileyfum í dag.
Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði