Ágúst: Megum ekki missa okkur á algjört flug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2011 19:44 Ágúst fer yfir málin í leikhléi í dag. Mynd/Daníel Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira