Ágúst: Megum ekki missa okkur á algjört flug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2011 19:44 Ágúst fer yfir málin í leikhléi í dag. Mynd/Daníel Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember. Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira
Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember.
Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Sjá meira