Fleiri veiðimenn tilkynna laxagöngur í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2011 11:09 Borgarstjórinn með maríulaxinn sinn 2010 Daníel Örn Jóhannesson var staddur við Sjávarfoss í Elliðaánum fyrir nokkrum mínútum og sá þar greinilega nokkra laxa. Hann hringdi í okkur hjá Veiðivísi og ætlaði að kíkja víðar í ánna til að sjá hvort fleiri laxar væru gengnir í ánna. Ásgeir Heiðar sá laxa í morgun í ánum og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í opnun geta farið að hlakka til. Ef kistan er lokuð þá stoppa laxarnir í Teljarastreng og Efri Móhyl, þar sjást þeir vel ef menn skyggna hyljina varlega. Það styttist í að fyrstu laxarnir verði dregnir á land og núna á sunnudaginn opna Norðurá og Blanda. Nú verður spennandi að sjá úr hvorri ánni fyrsti laxinn verður tekinn en miðað við það sem hefur sést af laxi í ánum hingað til er það nokkuð öruggt mál að laxveiðisumrinu verður startað með stæl. Það er borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, sem opnar árnar 21. júní. Stangveiði Mest lesið Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Lausar stangir í Hofsá í Vopnafirði Veiði
Daníel Örn Jóhannesson var staddur við Sjávarfoss í Elliðaánum fyrir nokkrum mínútum og sá þar greinilega nokkra laxa. Hann hringdi í okkur hjá Veiðivísi og ætlaði að kíkja víðar í ánna til að sjá hvort fleiri laxar væru gengnir í ánna. Ásgeir Heiðar sá laxa í morgun í ánum og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í opnun geta farið að hlakka til. Ef kistan er lokuð þá stoppa laxarnir í Teljarastreng og Efri Móhyl, þar sjást þeir vel ef menn skyggna hyljina varlega. Það styttist í að fyrstu laxarnir verði dregnir á land og núna á sunnudaginn opna Norðurá og Blanda. Nú verður spennandi að sjá úr hvorri ánni fyrsti laxinn verður tekinn en miðað við það sem hefur sést af laxi í ánum hingað til er það nokkuð öruggt mál að laxveiðisumrinu verður startað með stæl. Það er borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, sem opnar árnar 21. júní.
Stangveiði Mest lesið Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Lausar stangir í Hofsá í Vopnafirði Veiði