Handbolti

Björgvin Páll: Þurfum að ná upp vörninni okkar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik segir vörn og hraðaupphlaup geta ráðið úrslitum í leiknum gegn Austurríki á morgun.

„Við þurfum að ná upp góðir vörn og hraðaupphlaupum. Stjórna leiknum. Þeir hafa góða vörn líka og þeirra styrkleiki er hraðupphlaupin. Við þurfum að vera betri en þeir á því sviði.“

Austurríki hefur farið mikið fram í handbolta á undanförnum árum og reynst Íslendingum erfiður ljár í þúfu.

„Síðustu þrír leikir hafa verið erfiðir. Einn sigur, eitt tap og eitt jafntefli. Ég held að leikurinn á morgun verði eins.“

Björgin Páll segir austurríska liðið henta okkur illa.

„Þetta er frábært lið, lið sem hentar okkur kannski illa. En við erum búnir að skoða þá vel síðustu daga. Ein æfing á morgun til þess að impra á því sem þarf.“

Leikurinn er sá síðasti á löngu og ströngu keppnistímabili hjá Björgvin sem segist þreyttur.

„Líkaminn er kannski þreyttur en toppstykkið er í lagi og það erí öllu í svona leikjum, vera kár andlega. Þetta snýst mikið um hausinn þegar það er komið svona langt á tímabilið. Stúkan hjálpar okkur við það líka.“

Björgvin Páll segir stuðning áhorfenda mikilvægan.

„Það gerir það. Sérstaklega í svona síðasta leik á tímabilinu. Það væri fullkominn endir á ef allt endar vel. Sextíu mínútur fyrir framan fulla höll á Íslandi. Við viljum klára þetta með sæmd og væri skemmtilegra fyrir framan fulla höll.“

Landsleikur Íslands og Austurríkis fer fram í Laugardalshöll á morgun klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×