Handbolti

Ísland í sterkum riðli á HM kvenna í handbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rakel Dögg verður væntanlega í eldlínunni í Brasilíu.
Rakel Dögg verður væntanlega í eldlínunni í Brasilíu.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik er í sterkum og erfiðum riðli á HM kvenna sem fram fer í Brasilíu í desember.

Dregið var í nótt og mætir íslenska liðið sterkum þjóðum eins og Noregi, Svartfellingum og Þýskalandi.

Riðlarnir á HM:

A-riðill: Noregur, Svartfjallaland, Angóla, Þýskaland, Kína, Ísland.

B-riðill: Rússland, Kasakstan, Holland, Suður-Kórea, Spánn, Ástralía.

C-riðill: Rúmenía, Frakkland, Brasilía, Túnis, Kúba, Japan.

D-riðil: Svíþjóð, Danmörk, Króatía, Argentína, Fílabeinsströndin, Úrúgvæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×