Tvö ný lið koma inn í N1 deild kvenna í handknattleik á næsta tímabili. Afturelding og KA/Þór koma inn í deildina á nýjan leik eftir árs fjarveru. Fjórtán karlalið eru skráð til leiks og 11 kvennalið.
Átta lið verða í N1 deild karla og leikin þreföld umferð í deildarkeppni. Að henni lokinni fer fram fjögurra liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin eru:
Afturelding, Akureyri, FH, Fram, Grótta, Haukar, HK og Valur.
Í N1 deild kvenna munu liðin ellefu leika tvöfalda umferð. Að henni lokinni verður leikin átta liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin eru: Afturelding, FH, Fram, Fylkir, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, KA/Þór, Stjarnan og Valur.
Í 1. deild karla eru sex lið skráð til leiks og leikin verður fjórföld umferð. Liðin sem mæta til leiks eru: Fjölnir, ÍBV, ÍR, Selfoss, Stjarnan og Víkingur.
Keppni í handboltanum hefst í lok september.
Afturelding og KA/Þór á ný með kvennalið í handboltanum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn



„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti