MSK Ziliana frá Slóvakíu mæta KR í annarri umferð í forkeppni Evrópudeildar í kanttspyrnu í kvöld. Á heimasíðu slóvaska félagsins segist þjálfari Zilina afar ánægður með gluggatjöldin á hótelinu í Reykjavík.
Pavel Hapala, þjálfari Slóvakanna, lýsir í spjalli við heimasíðu Zilina hvaða áhrif sólarljósið og veðurfarið á Íslandi hafi á leikmenn hans.
„Það er mun auðveldara fyrir knattspyrnumenn að fara úr heitu umhverfi í kalt en öfugt. Hitastigið á Íslandi ætti því ekki að vera neitt vandamál. Varðandi birtuna þá eru gluggatjöldin á hótelinu mjög fín. Enginn átti í erfiðleikum með að sofna,“ sagði Hapala.
Viðureign KR og MSK Zilina hefst á KR-vellinum klukkan 19:15 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í Boltavakt Fréttablaðsins og Vísis.
Þjálfari Zilina ánægður með gluggatjöldin
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn






Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn