Fótbolti

Werder Bremen bannar leikmönnum að fá sér húðflúr

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Marko Arnautovic í leik með Werder Bremen.
Marko Arnautovic í leik með Werder Bremen. Nordic Photos/AFP
Þýska knattspyrnufélagið Werder Bremen hafa ákveðið að meina leikmönnum sínum að fá sér húðflúr. Ástæðan er hættan við að leikmenn missi af leikjum vegna sýkingar af völdum nýrra húðflúra.

Eljero Elia, leikmaður Hamburg SV, var frá í langan tíma árið 2010 sökum þessa. Werder Bremen vill ekki taka neina áhættu með sína leikmenn í þessum efnum. Hér eftir mega leikmenn ekki bæta við sig húðflúrum.

„Þetta er hætta sem við viljum útiloka,“ sagði Klauf Allofs yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen við þýska fjölmiðla.

Margir leikmenn Werder Bremen eru með húðflúr en líklega er austurríkismaðurinn Marko Arnautovic fremstur meðal jafningja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×