Elliðaárnar fullar af laxi Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2011 13:48 Vaskar konur við Elliðaárnar í morgun Mynd: Karl Lúðvíksson Konurnar í hópnum Kastað til bata voru við veiðar í Elliðaánum í morgun og luku veiðum núna klukkan 13:00. Það er óhætt að segja að veiðin hafi gengið vel því þær tóku kvótann og einhverja laxa í viðbót sem var sleppt aftur í ánna. Það er mikið af laxi í Elliðaánum og sem dæmi má nefna að Sjávarfossinn var fullur af laxi, eins var mikið af laxi í Móhyljunum, Teljarastreng, Ullarfossi, Arbæjarhyl, Hundasteinum og Hrauni. Líklega um 20-30 laxar á hverjum stað og allt er þetta blár og nýgengin lax. Breytingin á kvótanum í ánni var umdeildur á sínum tíma, en þegar árnar voru í mikilli lægð var talað um þetta sem ögurstund fyrir stofninn í ánni. Ef haldið yrði áfram á sömu braut yrði stofninn hreinlega veiddur upp! Friðunin var tekin í þeim skrefum að kvótinn var minnkaður í nokkrum skrefum í þá tvo laxa sem hann er í dag. Og ef þessi aukna laxgengd er afrakstur af því þá er engin ástæða til að breyta þessu aftur að margra mati. Það er frekar spurning um að taka upp kvóta í fleiri ám. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði
Konurnar í hópnum Kastað til bata voru við veiðar í Elliðaánum í morgun og luku veiðum núna klukkan 13:00. Það er óhætt að segja að veiðin hafi gengið vel því þær tóku kvótann og einhverja laxa í viðbót sem var sleppt aftur í ánna. Það er mikið af laxi í Elliðaánum og sem dæmi má nefna að Sjávarfossinn var fullur af laxi, eins var mikið af laxi í Móhyljunum, Teljarastreng, Ullarfossi, Arbæjarhyl, Hundasteinum og Hrauni. Líklega um 20-30 laxar á hverjum stað og allt er þetta blár og nýgengin lax. Breytingin á kvótanum í ánni var umdeildur á sínum tíma, en þegar árnar voru í mikilli lægð var talað um þetta sem ögurstund fyrir stofninn í ánni. Ef haldið yrði áfram á sömu braut yrði stofninn hreinlega veiddur upp! Friðunin var tekin í þeim skrefum að kvótinn var minnkaður í nokkrum skrefum í þá tvo laxa sem hann er í dag. Og ef þessi aukna laxgengd er afrakstur af því þá er engin ástæða til að breyta þessu aftur að margra mati. Það er frekar spurning um að taka upp kvóta í fleiri ám.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði