Frábært í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2011 07:39 Mynd: www.svfr.is Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur. Segja má að allt frá því að stórgöngur komu í ána síðla júlímánaðar hafi verið frábær veiði í Hítará á Mýrum. Voru þriggja daga hollin að fá allt að 81 lax á stangirnar sex á aðalsvæðinu. Síðustu tvær vikurnar hefur veiði einnig glæðst verulega á veiðisvæðinu Hítará II og hafa þar nú veiðst um 140 laxar á tvær til fjórar dagsstangir. Úr neðri ánni voru hins vegar komnir 432 laxar á hádegi í dag. Því er ljóst að skammt er í að Hítará detti í 600 laxa veiði, og enn er einn og hálfur mánuður eftir af veiðitímabilinu. Ljóst er því að veiðin mun að minnsta kosti verða sambærileg veiðinni i fyrra þegar að 803 laxar veiddust. Hins vegar eru menn á einu máli um að mun meira sé af laxi í neðanverðri ánni miðað við sama tíma undanfarin tvö sumur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði
Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur. Segja má að allt frá því að stórgöngur komu í ána síðla júlímánaðar hafi verið frábær veiði í Hítará á Mýrum. Voru þriggja daga hollin að fá allt að 81 lax á stangirnar sex á aðalsvæðinu. Síðustu tvær vikurnar hefur veiði einnig glæðst verulega á veiðisvæðinu Hítará II og hafa þar nú veiðst um 140 laxar á tvær til fjórar dagsstangir. Úr neðri ánni voru hins vegar komnir 432 laxar á hádegi í dag. Því er ljóst að skammt er í að Hítará detti í 600 laxa veiði, og enn er einn og hálfur mánuður eftir af veiðitímabilinu. Ljóst er því að veiðin mun að minnsta kosti verða sambærileg veiðinni i fyrra þegar að 803 laxar veiddust. Hins vegar eru menn á einu máli um að mun meira sé af laxi í neðanverðri ánni miðað við sama tíma undanfarin tvö sumur. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði