Þýska goðsögnin, Franz Beckenbauer, fer fögrum orðum um Mario Goetze, leikmanns Borussia Dortmund, eftir að félagið sigraði Hamburg, 3-1, í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.
Goetze lagði upp fyrsta mark Dortmund og skoraði sjálfur annað mark félagsins.
Goetze lék lykilhlutverk í sigrinum og þykir eitt mesta efni í þýska boltanum þessa stundina.
„Það er ekki hægt að stoppa Mario Goetze,“ sagði Franz Beckenbauer við þýska blaðið Bild.
„Eins og staðan er í dag er enginn að spila betur en hann, leikmaðurinn fer í gegnum hvern andstæðinginn á gætur öðrum eins og þeir séu ekki til staðar. Hann hefur alla þá hæfileika sem Lionel Messi hefur þegar litið er á tækni og skilning á leiknum“.
Beckenbauer: Goetze er okkar Messi
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn

Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn





