Tiger Woods ræður æskuvin sinn sem kylfusvein til bráðabirgða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2011 23:30 Félagararnir Bryon Bell og Tiger Woods. Nordic Photos/AFP Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu. Æskuvinurinn heitir Bryon Bell og hefur áður aðstoðað Woods á golfvellinum. Woods hefur glímt við meiðsli á hásin og hné en segist tilbúinn í slaginn í Ohio. Þessi fyrrum fremsti golfari heims hefur ekki unnið sigur á golfmóti síðan í nóvember 2009. Brottvikning nýsjálenska kylfusveinsins Williams vekur þó ekki síður athygli en endurkoma Woods á golfvöllinn. „Mér fannst kominn tími á breytingu. Hann er frábær náungi og hjálpaði mér mikið á ferli mínum. En ég held að ég hafi líka hjálpað honum," sagði Woods um Williams. Williams, sem hefur um árabil verið tekjuhæsti „íþróttamaður" Nýja-Sjálands, var allt annað en sáttur við brottvikninguna. Hann sagðist meðal annars hafa sóað tveimur árum hjá Woods meðan sá síðarnefndi tók sér hlé frá golfíþróttinni vegna vandamála utan vallar. „Honum finnst það og þannig líður honum. Mér fannst kominn tími á breytingu. Við Stevie áttum frábæra tíma. Stevie er stórkostlegur kylfusveinn," sagði Woods. Um nýja kylfusveininn sagði Woods að þeir Bell hefðu þekkst lengi og liði vel saman á vellinum. Ráðning hans væri þó aðeins tímabundin.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira