Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 11:02 Bryson DeChambeau og Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, eru góðir vinir. Getty/Jonathan Ferrey Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau var á svæðinu í Flórída í nótt þegar Donald Trump fagnaði sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. DeChambeau er einn besti kylfingur heims og vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi á þessu ári. Það var í annað skipið sem hann vann risamót en hinn sigurinn kom líka á Opna bandaríska mótinu á kosningaári eða árið 2020. Kylfingurinn var líka mikið í fréttunum á sínum tíma þegar DeChambeau hætti á bandarísku mótaröðinni, elti peningana til Sádi Arabíu og samdi við LIV. DeChambeau var mættur á sviðið með Trump í nótt og var þá með svarta Maga-húfu með orðunum „Make America great again“ eða „Gerum Bandaríkin frábær á ný". Trump kallaði hann upp á svið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfstjarnan lýsir yfir stuðningi sínum við Trump. Í sumar setti DeChambeau inn myndband á Youtube síðu sína þar sem hann sást spila golf með Trump. Þrettán milljónir manna hafa horft á það. Eins og staðan er núna þá er DeChambeau níundi á heimslistanum í golfi. 🏌️♂️🇺🇸🏆 JUST IN: President-Elect Trump called U.S. Open Champion Bryson DeChambeau on stage during his victory speech“Where is he? He’s hitting balls?” 🤣(Via: @flushingitgolf) pic.twitter.com/Npcf4xiCwD— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 6, 2024 Golf Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
DeChambeau er einn besti kylfingur heims og vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi á þessu ári. Það var í annað skipið sem hann vann risamót en hinn sigurinn kom líka á Opna bandaríska mótinu á kosningaári eða árið 2020. Kylfingurinn var líka mikið í fréttunum á sínum tíma þegar DeChambeau hætti á bandarísku mótaröðinni, elti peningana til Sádi Arabíu og samdi við LIV. DeChambeau var mættur á sviðið með Trump í nótt og var þá með svarta Maga-húfu með orðunum „Make America great again“ eða „Gerum Bandaríkin frábær á ný". Trump kallaði hann upp á svið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfstjarnan lýsir yfir stuðningi sínum við Trump. Í sumar setti DeChambeau inn myndband á Youtube síðu sína þar sem hann sást spila golf með Trump. Þrettán milljónir manna hafa horft á það. Eins og staðan er núna þá er DeChambeau níundi á heimslistanum í golfi. 🏌️♂️🇺🇸🏆 JUST IN: President-Elect Trump called U.S. Open Champion Bryson DeChambeau on stage during his victory speech“Where is he? He’s hitting balls?” 🤣(Via: @flushingitgolf) pic.twitter.com/Npcf4xiCwD— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 6, 2024
Golf Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Fleiri fréttir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira