Ólafur Björn Loftsson þarf að treysta á stutta spilið hjá sér á PGA-mótinu í Greensboro í Norður-Karólínu. Þegar tölfræði fyrsta dagsins er skoðuð sést að það eru voru aðeins fjórir keppendur á mótinu sem slógu styttra að meðaltali en Ólafur á þessum fyrsta hring.
Ólafur lék fyrsta daginn á tveimur höggum undir pari þrátt fyrir að fá skramba (tvö högg yfir pari) á fyrstu holu. Hann gerði engin mistök eftir það og spilaði síðustu 17 holurnar á fjórum höggum undir pari. Ólafur endaði daginn síðan í 41. sæti ásamt fleiri kylfingum.
Ólafur Björn sló að meðaltali 250 metra í upphafshöggum sínum og er hann í 150. sæti af 155 keppendum þegar kemur að meðalhögglengd í upphafshöggum.
Ólafur Björn er í 33. sæti yfir nákvæmni í upphafshöggum og í 36. sæti í að ná inn á flatir í réttum höggfjölda. Hann er síðan í 105. sæti yfir flest pútt á þessum fyrsta hring.
Ólafur fer út í dag klukkan 17.50 að íslenskum tíma en hann er fimm höggum á eftir þeim Jeff Quinney og Tommy Gainey sem voru efstir og jafnir eftir fyrstu 18 holurnar.
Stutta spilið að skila Ólafi Birni svona ofarlega
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti