Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert í gærdag samhliða því að markaðir í Bandaríkjunum tóku töluverða dýfu niður á við í gærkvöldi.
Bandaríska léttolían lækkað um tæp 4% og stendur nú í rúmum 81 dollar á tunnuna. Um síðustu mánaðarmót stóð léttolían í rétt tæpum 100 dollurum og hefur þvi lækkað um tæp 20% í mánuðinum. Brent olían lækkaði ekki eins mikið eða um 3% og stendur í tæpum 106 dollurum á tunnuna.
Óttinn við að Bandaríkin séu á leið í aðra kreppu er höfuðorsökin fyrir þessum lækkunum en Bandaríkin eru mestu notendur olíu í heiminum.
Olíuverðið lækkar töluvert
