Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði gríska liðsins AEK frá Aþenu sem vann 1-0 sigur á Dinamo Tbilisi í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld.
Jose Carlos skoraði markið á 87. mínútu en Eiður Smári hafði verið tekinn af velli sex mínútum áður. Elfar Freyr Helgason var ekki í leikmannahópi AKE í kvöld.
Cala skoraði reyndar öðru sinni fyrir AEK á uppbótartíma en var dæmdur rangstæður.
Þetta var fyrri viðureign liðanna í forkeppninni en liðin mætast í Georgíu í næstu viku. Þá ræðst hvort liðið kemst áfram í riðlakeppnina.
Dinamo Tbilisi sló KR úr leik í síðustu umferð forkeppninnar.
AEK vann 1-0 sigur á Dinamo Tbilisi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti



Tatum með slitna hásin
Körfubolti


Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
