Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2011 13:59 Mynd af www.svfr.is Mjög góður ágústdagur var í gær í Elliðaánum, þann 17. þm. Alls komu 19 laxar upp úr ánni og sá stærsti 78 cm. langur - hængur úr Teljarastreng. Nær allir laxarnir veiddust á flugu og flestir á efri svæðum árinnar. 9 laxar komu á morgunvaktinni en 10 seinni partinn. Í morgun var aftur á móti mikið rólegra. Veðrið hefur haft þar mikil áhrif en aðeins 1 lax kom á land í morgun og var það í Kerlingaflúðunum. Það er mikið af laxi í öllum helstu veiðistöðum frá stíflu og upp að Höfuðhyl. Kisturnar, Hraun, hundasteinar, Fljót og Mjóddir voru pakkaðar af laxi en hann var líka mjög styggur í þessu veðri. Elliðaárnar eru nú komnar í 1.030 laxa. Laxar gengnir í gegnum teljarann eru tæplega 2.000 talsins. Útlit er fyrir að árnar verði í meðaltali sl. áratuga sem er liðlega 1.140 laxar. Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Rigningar næstu daga kæta laxveiðimenn Veiði Laxinn mættur í Ytri-Rangá? Veiði Laxar og hnúðlaxar í Ásgarði Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði
Mjög góður ágústdagur var í gær í Elliðaánum, þann 17. þm. Alls komu 19 laxar upp úr ánni og sá stærsti 78 cm. langur - hængur úr Teljarastreng. Nær allir laxarnir veiddust á flugu og flestir á efri svæðum árinnar. 9 laxar komu á morgunvaktinni en 10 seinni partinn. Í morgun var aftur á móti mikið rólegra. Veðrið hefur haft þar mikil áhrif en aðeins 1 lax kom á land í morgun og var það í Kerlingaflúðunum. Það er mikið af laxi í öllum helstu veiðistöðum frá stíflu og upp að Höfuðhyl. Kisturnar, Hraun, hundasteinar, Fljót og Mjóddir voru pakkaðar af laxi en hann var líka mjög styggur í þessu veðri. Elliðaárnar eru nú komnar í 1.030 laxa. Laxar gengnir í gegnum teljarann eru tæplega 2.000 talsins. Útlit er fyrir að árnar verði í meðaltali sl. áratuga sem er liðlega 1.140 laxar.
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Rigningar næstu daga kæta laxveiðimenn Veiði Laxinn mættur í Ytri-Rangá? Veiði Laxar og hnúðlaxar í Ásgarði Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði