Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2011 22:50 Mynd/Ole Nielsen Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. „Þetta kom mér bara mjög á óvart. Þetta er bara sjokk. Bæði fyrir íslenskan handbolta og mig sem leikmann enda mikið framundan hjá landsliðinu," sagði Hanna í samtali við Vísi í kvöld. Hanna Guðrún segist ekki byrjuð að velta framhaldinu fyrir sér. „Nei, þetta eru svo ný tíðindi. Við eigum eftir að hittast, leikmenn og þjálfari, og ræða málin saman. Taka stöðuna og jafna okkur á þessu." Hanna hefur lengst af leikið með Haukum í Hafnarfirði en skipti yfir í Stjörnuna fyrir síðastliðið tímabil. „Svo ég tali út frá mér fór ég úr einu stórveldi yfir í annað stórveldi. Maður bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast og hvað þá á svona stuttum tíma. Stjarnan í Garðabæ verður bara ekki með!" Það liggur beinast við að Hanna fari aftur heim í Hafnarfjörðinn en hún vann fjölmarga titla með félaginu á tíma sínum þar. „Það er auðvitað alltaf gott að fara heim en ég er ekkert að hugsa um það núna. Maður er bara að melta þetta. Þetta er að síast inn hjá manni en samt ekki. Maður trúir þessu varla." Hanna segir hópinn munu hittast á morgun og ræða málin. Hún útilokar ekki að hópurinn spili saman í deildinni á næsta ári. „Nei, við viljum auðvitað ekki útiloka neitt. En það vantar auðvitað í hópinn. Hann er ekki stór. Það er búið að fara mikið úr hópnum fyrir þetta tímabil," segir Hanna og bætir við: „Við vorum með rosalega flott lið síðasta vetur og ungir leikmenn fóru í lán því við vorum svo margar. Þeir leikmenn eru í öðrum liðum núna. Það vantar unga leikmenn að fylla í skörðin. Allir markverðirnir eru farnir, þá er ekki mikið eftir," sagði Hanna Olís-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. „Þetta kom mér bara mjög á óvart. Þetta er bara sjokk. Bæði fyrir íslenskan handbolta og mig sem leikmann enda mikið framundan hjá landsliðinu," sagði Hanna í samtali við Vísi í kvöld. Hanna Guðrún segist ekki byrjuð að velta framhaldinu fyrir sér. „Nei, þetta eru svo ný tíðindi. Við eigum eftir að hittast, leikmenn og þjálfari, og ræða málin saman. Taka stöðuna og jafna okkur á þessu." Hanna hefur lengst af leikið með Haukum í Hafnarfirði en skipti yfir í Stjörnuna fyrir síðastliðið tímabil. „Svo ég tali út frá mér fór ég úr einu stórveldi yfir í annað stórveldi. Maður bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast og hvað þá á svona stuttum tíma. Stjarnan í Garðabæ verður bara ekki með!" Það liggur beinast við að Hanna fari aftur heim í Hafnarfjörðinn en hún vann fjölmarga titla með félaginu á tíma sínum þar. „Það er auðvitað alltaf gott að fara heim en ég er ekkert að hugsa um það núna. Maður er bara að melta þetta. Þetta er að síast inn hjá manni en samt ekki. Maður trúir þessu varla." Hanna segir hópinn munu hittast á morgun og ræða málin. Hún útilokar ekki að hópurinn spili saman í deildinni á næsta ári. „Nei, við viljum auðvitað ekki útiloka neitt. En það vantar auðvitað í hópinn. Hann er ekki stór. Það er búið að fara mikið úr hópnum fyrir þetta tímabil," segir Hanna og bætir við: „Við vorum með rosalega flott lið síðasta vetur og ungir leikmenn fóru í lán því við vorum svo margar. Þeir leikmenn eru í öðrum liðum núna. Það vantar unga leikmenn að fylla í skörðin. Allir markverðirnir eru farnir, þá er ekki mikið eftir," sagði Hanna
Olís-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira