Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2011 08:49 Mynd af www.svfk.is Sjóbirtingurinn er mættur í flest öll vatnsföll sem SVFK hefur uppá að bjóða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Greinilegt að rigningar sem voru á svæðinu í byrjun ágúst hefur skilað inn fyrstu göngunum. Hér er frétt frá SVFK: Við sögðum frá því fyrir skemmstu að það hefðu veiðst tveir laxar ásamt birtingi í ánni, það rétta er að það veiddist einn lax, 7 punda birtingur og tvær bleikjur ásamt smærri fiski. Bleikjurnar voru vænar eða 3,5 pund og 4 pund. Allir fiskarnir voru skráðir á veiðistað nr 15. Það var svo formaður félagsins Gunnar J. Óskarsson sem var staddur við ána á sunnudaginn (14.) og er skemmst frá því að segja að hann setti heldur betur í hann. Á tveimur tímum setti hann í fjórtán birtinga og landaði níu. Hina missti hann í löndun. Fiskarnir vóu frá 3-9 pundum og þá setti Gunnar einnig í enn stærri birting sem hann áætlaði 12-14 pund. Meira um sjóbirtingsveiðar af svæðum SVFK hér á linknum fyrir neðan:https://svfk.is/ Stangveiði Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði
Sjóbirtingurinn er mættur í flest öll vatnsföll sem SVFK hefur uppá að bjóða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Greinilegt að rigningar sem voru á svæðinu í byrjun ágúst hefur skilað inn fyrstu göngunum. Hér er frétt frá SVFK: Við sögðum frá því fyrir skemmstu að það hefðu veiðst tveir laxar ásamt birtingi í ánni, það rétta er að það veiddist einn lax, 7 punda birtingur og tvær bleikjur ásamt smærri fiski. Bleikjurnar voru vænar eða 3,5 pund og 4 pund. Allir fiskarnir voru skráðir á veiðistað nr 15. Það var svo formaður félagsins Gunnar J. Óskarsson sem var staddur við ána á sunnudaginn (14.) og er skemmst frá því að segja að hann setti heldur betur í hann. Á tveimur tímum setti hann í fjórtán birtinga og landaði níu. Hina missti hann í löndun. Fiskarnir vóu frá 3-9 pundum og þá setti Gunnar einnig í enn stærri birting sem hann áætlaði 12-14 pund. Meira um sjóbirtingsveiðar af svæðum SVFK hér á linknum fyrir neðan:https://svfk.is/
Stangveiði Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði