Pálmi Rafn skoraði í tapleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2011 19:29 Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Stefán Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark sinna manna í Stabæk er liðið tapaði fyrir Odd Grenland á heimavelli, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Pálmi Rafn lék allan leikinn og skoraði markið á 82. mínútu þegar staðan var 2-0 fyrir gestina. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir snarpa sókn Stabæk en þetta var hans sjöunda deildarmark í ár. Þá vann Viking 2-0 sigur á Sogndal og lagði Birkir Bjarnason upp síðara mark sinna manna undir lok leiksins. Birkir lék allan leikinn fyrir Viking, sem og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Stabæk er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 22 leiki en Viking er í ellefta sætinu með 30 stig. Þá fóru fram fjölmargir leikir í norsku B-deildinni í dag. Hönefoss vann Sandnes Ulf í miklum Íslendingaslag, 1-0, en þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn með Hönefoss. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn með Sandnes Ulf en Ingimundur Níels Óskarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Atli Heimisson lék allan leikinn með Asker sem vann 1-0 sigur á Bryne og Sverrir Hilmar Gunnarsson gerði slíkt hið sama með liði sínu, Mjöndalen, er liðið vann Strömmen, 2-1. Guðmann Þórisson var í byrjunarliði Nybergsund sem vann góaðn sigur á Löv-Ham, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir snemma leiks. Mörk Nybergsund komu öll á síðustu 30 mínútum leiksins. Sandefjord og Sandnes Ulf eru á toppi deildarinnar með 43 stig hvort en síðarnefnda liðið á þó tvo leiki til góða. Sandnes Ulf hefur þó tapað tveimur leikjum í röð og hefur því toppbarátta deildarinnar opnast upp á gátt. Hönefoss og Bodö/Glimt eru aðeins tveimur stigum á eftir í næstu tveimur sætum en Mjöndalen og Asker eru bæði um miðja deild. Nybergsund er í fallsæti sem stendur, því fjórtánda af sextán með 21 stig. Þá var einnig Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. IFK Gautaborg vann 2-0 sigur á Örebro á útivelli. Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í liði IFK en Hjörtur Logi Valgarðsson var á bekknum, rétt eins og Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá Örebro. Í Hollandi kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á sem varamaður á 67. mínútu er lið hans, AZ, vann 2-1 sigur á Waalwijk á útivelli. AZ er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, jafn mörg og topplið Twente. Ajax og Feyenoord koma svo næst með fjórtán stig hvort. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark sinna manna í Stabæk er liðið tapaði fyrir Odd Grenland á heimavelli, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Pálmi Rafn lék allan leikinn og skoraði markið á 82. mínútu þegar staðan var 2-0 fyrir gestina. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir snarpa sókn Stabæk en þetta var hans sjöunda deildarmark í ár. Þá vann Viking 2-0 sigur á Sogndal og lagði Birkir Bjarnason upp síðara mark sinna manna undir lok leiksins. Birkir lék allan leikinn fyrir Viking, sem og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Stabæk er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 22 leiki en Viking er í ellefta sætinu með 30 stig. Þá fóru fram fjölmargir leikir í norsku B-deildinni í dag. Hönefoss vann Sandnes Ulf í miklum Íslendingaslag, 1-0, en þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn með Hönefoss. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn með Sandnes Ulf en Ingimundur Níels Óskarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Atli Heimisson lék allan leikinn með Asker sem vann 1-0 sigur á Bryne og Sverrir Hilmar Gunnarsson gerði slíkt hið sama með liði sínu, Mjöndalen, er liðið vann Strömmen, 2-1. Guðmann Þórisson var í byrjunarliði Nybergsund sem vann góaðn sigur á Löv-Ham, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir snemma leiks. Mörk Nybergsund komu öll á síðustu 30 mínútum leiksins. Sandefjord og Sandnes Ulf eru á toppi deildarinnar með 43 stig hvort en síðarnefnda liðið á þó tvo leiki til góða. Sandnes Ulf hefur þó tapað tveimur leikjum í röð og hefur því toppbarátta deildarinnar opnast upp á gátt. Hönefoss og Bodö/Glimt eru aðeins tveimur stigum á eftir í næstu tveimur sætum en Mjöndalen og Asker eru bæði um miðja deild. Nybergsund er í fallsæti sem stendur, því fjórtánda af sextán með 21 stig. Þá var einnig Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. IFK Gautaborg vann 2-0 sigur á Örebro á útivelli. Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í liði IFK en Hjörtur Logi Valgarðsson var á bekknum, rétt eins og Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá Örebro. Í Hollandi kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á sem varamaður á 67. mínútu er lið hans, AZ, vann 2-1 sigur á Waalwijk á útivelli. AZ er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, jafn mörg og topplið Twente. Ajax og Feyenoord koma svo næst með fjórtán stig hvort.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira