Gylfi Þór Sigurðsson spilaði fyrstu 63 mínúturnar er lið hans, Hoffenheim, vann 3-1 sigur á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Gylfi fékk dauðafæri í stöðunni 2-0 en náði ekki að skora. Það kom þó ekki að sök þar sem að sigur Hoffenheim var öruggur en þetta er besta byrjun liðsins í þýsku úrvalsdeildinni frá upphafi.
Liðið er komið með tólf stig og er í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig, einu stigi á eftir toppliðum Bremen og Gladbach. Bayern München er einnig með tólf stig en á leik til góða.
Úrslit dagsins:
Leverkusen - Köln 1-4
Hamburg - Gladbach 0-1
Hertha Berlin - Augsburg 2-2
Hoffenheim - Wolfsburg 3-1
Nürnberg - Bremen 1-1
Gylfi spilaði í sigurleik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



