Pat Rice, aðstoðarþjálfari Arsenal, stýrði liðinu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu þar sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri félagsins, var í leikbanni.
Arsenal hafði yfirhöndina alveg fram á loka mínútur leiksins, en þá jöfnuðu heimamenn í Borussia Dortmund með frábæru marki frá Ivan Perisic, niðurstaðan því 1-1 jafntefli.
„Þetta var stórskrítið að standa þarna á hliðarlínunni í og vera í skónum hans Wenger,“ sagði Rice eftir leikinn í gær.
„Hann er vanur að öskra í eyrun á mér allan leikinn, en í gær var hann ekki nálægt“.
„Ég hef aldrei haft metnað fyrir því að gerast knattspyrnustjóri, það er allt of stressandi fyrir minn smekk“.
„Við börðumst eins og ljón allan tímann og við vissum alveg að þetta yrði erfiður leikur. Við vörðumst vel í kvöld og gátum lítið gert í því marki sem við fengum á okkur. Ég efast um að mörg lið eigi eftir að vinna Borussia Dortmund á þeirra heimavelli“.
