Barcelona byrjaði titilvörn sína í Meistaradeildinni ekki nógu vel í kvöld er liðið gerði jafntefli, 2-2, á heimavelli sínum. Milan jafnaði leikinn í blálokin.
Það var Brasilíumaðurinn Pato sem kom Milan yfir með marki eftir aðeins 24 sekúndur. Hann stakk þá alla vörn Barcelona af og skoraði í gegnum klofið á Valdes markverði.
Pedro jafnaði fyrir hlé eftir magnaðan sprett hjá Messi og David Villa kom Barcelona yfir í upphafi síðari hálfleiks. Markið af dýrari gerðinni beint úr aukaspyrnu sem reyndar var frekar ódýr.
Það voru síðan tæpar tvær mínútur liðnar af uppbótartíma er Thiago Silva jafnaði metin fyrir Milan. Markið með skalla eftir hornspyrnu.
Arsenal var ekki fjarri því að leggja Dortmund í Þýskalandi. Van Persie kom Arsenal yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks en hann komst þá einn í gegn og lagði boltann í netið. Arsenal virtist vera að landa sigrinum er Ivan Perisic jafnaði metin undir lokin með glæsilegu skoti utan teigs.
Chelsea var lengi vel í miklum vandræðum með Bayer Leverkusen en mark frá Brassanum David Luiz bjargaði Chelsea. Mata bætti svo marki við í uppbótartíma.
Öll úrslit kvöldsins:
E-riðill:
Chelsea-Bayer Leverkusen 2-0
1-0 David Luiz (67.), 2-0 Juan Mata (90.+2).
Genk-Valencia 0-0
F-riðill:
Dortmund-Arsenal 1-1
0-1 Robin Van Persie (41.), 1-1 Ivan Perisic (87.)
Olympiakos-Marseille 0-1
0-1 Lucho Gonzalez (51.)
G-riðill:
Apoel Nicosia-Zenit St. Petersburg 2-1
0-1 Konstantin Zyryanov (63.), 1-1 Gustavo Manduca (73.), 2-1 Ailton Almeida (75.)
Porto-Shaktar Donetsk 2-1
0-1 Luiz Adriano (11), 1-1 Hulk (28.), 2-1 Kleber (50.)
H-riðill:
Barcelona-AC Milan 2-2
0-1 Pato (1.), 1-1 Pedro (36.), 2-1 David Villa (50.), 2-2 Thiago Silva (90.+2)
Viktoria Plzen-BATE Borisov 1-1
1-0 Marek Bakos (45.), 1-1 Renan Bressan (69.)
Milan náði stigi gegn Barcelona - öll úrslit kvöldsins
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn