Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafnað áfrýjun svissneska félagsins Sion og staðfestir að Celtic muni taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.
Sion hafði betur gegn Celtic í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðasta mánuði. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi hins vegar Celtic sigur í viðureignunum þar sem að Sion notaði ógjaldgenga leikmenn í leikjunum.
Fyrir þremur árum var Sion sett í félagaskiptabann fyrir að semja ólöglega við egypska markvörðinn Essam El-Hadary. Síðan þá hafa dómstólar í Sviss úrskurðað að félagið braut engar reglur og notaði Sion því fimm leikmenn í leikjunum sem hafa verið keyptir á undanförnum þremur árum.
Knattspyrnusamband Evrópu tók hins vegar ekki mark á úrskurði svissneska dómstólsins og dæmdi því leikmennina ólöglega.
Forráðamenn Sion héldu hins vegar áfram að reka málið fyrir svissneskum dómstólum sem enn og aftur dæmdu liðinu í hag. Málinu var einnig áfrýjað til UEFA sem hefur nú staðfest á heimasíðu sinni að áfrýjuninni hafi verið hafnað. UEFA mun svo síðar í dag tjá sig um úrskurð dómsyfirvalda í Sviss.
Celtic mætir Atletico Madrid í fyrstu umferð riðlakeppninnar á fimmtudaginn.
Áfrýjun Sion hafnað - Celtic spilar í Evrópudeildinni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn