Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafnað áfrýjun svissneska félagsins Sion og staðfestir að Celtic muni taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.
Sion hafði betur gegn Celtic í forkeppni Evrópudeildarinnar í síðasta mánuði. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi hins vegar Celtic sigur í viðureignunum þar sem að Sion notaði ógjaldgenga leikmenn í leikjunum.
Fyrir þremur árum var Sion sett í félagaskiptabann fyrir að semja ólöglega við egypska markvörðinn Essam El-Hadary. Síðan þá hafa dómstólar í Sviss úrskurðað að félagið braut engar reglur og notaði Sion því fimm leikmenn í leikjunum sem hafa verið keyptir á undanförnum þremur árum.
Knattspyrnusamband Evrópu tók hins vegar ekki mark á úrskurði svissneska dómstólsins og dæmdi því leikmennina ólöglega.
Forráðamenn Sion héldu hins vegar áfram að reka málið fyrir svissneskum dómstólum sem enn og aftur dæmdu liðinu í hag. Málinu var einnig áfrýjað til UEFA sem hefur nú staðfest á heimasíðu sinni að áfrýjuninni hafi verið hafnað. UEFA mun svo síðar í dag tjá sig um úrskurð dómsyfirvalda í Sviss.
Celtic mætir Atletico Madrid í fyrstu umferð riðlakeppninnar á fimmtudaginn.
Áfrýjun Sion hafnað - Celtic spilar í Evrópudeildinni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn