Fótbolti

Sara Björk skoraði og Þóra var rekin útaf - Malmö tapaði toppslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóra Björg Helgadóttir.
Þóra Björg Helgadóttir. Mynd/Ossi Ahola
Þóra Björg Helgadóttir var ein af þremur leikmönnum LdB Malmö sem fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið tapaði 3-5 á heimavelli á móti Tyresö

í toppslag sænsku kvennadeildarinnar í dag.

Þóra var búin að fá á sig þrjú mörk þegar hún fékk rauða spjaldið á 55. mínútu í stöðunni 1-3 fyrir Tyresö. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði mark þremur mínútum síðar og átti síðan einnig þátt í jöfunarmarkinu á 62. mínútu.

Tyresö komst hinsvegar aftur yfir mínútu síðar og Malmö missti síðan tvo leikmenn útaf með stuttu millibili með sitt annað gula spjald. Malmö endaði því leikinn með átta leikmenn á móti ellefu leikmönnum Tyresö og fékk á sig fimmta markið í uppbótartíma.

LdB Malmö var með sex stiga forystu á Tyresö fyrir leikinn en nú munar aðeins þremur stigum á þessum efstu tveimur liðum í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×